Spurt og svarað

Fyrir hverja er Maur?
Maur.is gefur þeim sem hafa einhvers konar hæfileika eða menntun tækifæri á því að auglýsa þjónustu sína. Hvort sem þú ert stærðfræðisnillingur, múrari, ljósmyndari eða hefur yndi af því að þrífa þá er Maur fyrir þig! Þú skráir þig á Maur.is og býrð til prófíl með lýsingu á þér og þinni sérgrein. Eftir að þú hefur tekið að þér verkefni getur þú svo fengið umsögn og byggt upp orðstýr þinn.

Þarf ég að vera með fyrirtækjakennitölu eða vsk-númer?
Nei. Þú þarft ekki að vera með fyrirtækjakennitölu né vsk-númer nema þú seljir þjónustu fyrir yfir 2 milljónir yfir árið, þá þarft þú t.d. að skrá þig á virðisaukaskattsskrá RSK. Sjá nánari upplýsingar hér https://maur.is/upplysingar-fyrir-verktaka/ eða á heimasíðu RSK www.rsk.is.

Hvað kostar að vera með prófíl á Maur?
Hægt er að velja um tvo pakka. Litli pakkinn kostar 1.490kr á mánuði og stóri 2.990kr. Öll verð eru með vsk. Þú getur skoðað pakkana hér: Velja leið. Það kostar ekkert að auglýsa eftir vinnumaur. Það er engin skuldbinding að halda áfram að prufutímabili loknu en þú þarft að segja upp áskrift þinni á maur@maur.is áður en hún endurnýjast.

Er eitthvað annað gjald en áskriftargjaldið?
Nei. Á Maur er einungis áskriftargjald. Sá sem kaupir þjónustu þína hefur beint samband við þig og þið semjið ykkar á milli um laun. Maur tekur enga prósentu og það eru engin falin gjöld!
Í náinni framtíð munum við bjóða upp á stærri áskriftarleið sem verður með auknum sýnileika og fleiri fríðindum. Við munum einnig bjóða upp á að sjá um markaðsmál fyrir vinnumaura okkar. Nánar um það síðar 🙂

Get ég auglýst eftir aðila í verkefni?
Já, endilega! Ef þú finnur ekki aðila sem hentar fyrir þitt verkefni eða þú hefur ekki tíma til að skoða úrvalið, þá getur þú óskað eftir vinnumaur (frítt að sjálfsögðu). Þegar þú hefur fyllt inn allar upplýsingar og auglýsingin orðin virk þá setjum við auglýsinguna á Facebook síðu okkar og sendum e-mail á alla sem eru skráðir í þeim starfsflokki sem óskað er eftir.

Hvernig hef ég samband við aðila sem ég vil ráða í verkefni?
Stundum velur fólk að setja inn símanúmer sitt og þá birtist það á prófíl þeirra. Annars getur þú sent skilaboð í gegnum Maur. Þú þarft að vera skráð/ur inn til að geta sent skilaboð. Þú getur nýskráð þig hér: https://maur.is/nyskraning/. Þegar þú hefur skráð þig inn geta samskipti hafist, þið ákveðið hvort þið eigið samskipti einungis í gegnum Maur eða færið þau eitthvert annað.

Ég vil hætta í áskrift, hvað geri ég?
Ef þú vilt hætta í áskrift þá ferðu í „Ég er vinnumaur“ -> „stillingar“ -> „mínar áskriftir“ og þar getur þú valið að afskrá þig. Þú getur einnig sent okkur línu á maur@maur.is og sagt upp þannig. ATH! Segja þarf upp áskrift fyrir að minnsta kosti 3 dögum áður en hún á að endurnýjast!
Endilega sendu okkur afhverju þú vilt afskrá þig, við viljum alltaf betrumbæta okkur!

Blogg, Fræðsluefni