Við reyndum að hafa Maur.is eins þægilega og einfalda og hægt er. Því ættu allir að geta búið til prófíl án meiriháttar vandræða.

Þeir sem vilja skrá starfsemi sína og þjónustu hjá Maur geta farið efst hér á síðunni undir “‘Ég er vinnumaur” og valið “Skrá starfsemi mína”. Fyrst þarf að velja áskriftarleið. Hægt er að velja um litla pakkann eða stóra pakkann. Hægt er að skoða nánari útlistun á hvað er innifalið í hvaða áskriftarleið HÉR. Þegar valin hefur verið áskriftarleið þá þarf að fylla út upplýsingar varðandi starfsemi sína. Góð hugmynd væri til dæmis að setja myndir á prófilinn og gera hann aðlaðandi og skemmtilegan. Myndirnar ættu að sýna þig og/eða eitthvað tengt starfsemi þinni.
Þegar prófíllinn er tilbúinn þá er um að gera að deila honum á Facebook og vonandi fer fljótt að rigna inn verkefnum!

Dæmi um Vinnumaur

Pípari sem getur bætt á sig verkefnum hvort sem það sé á daginn, kvöldin eða um helgar getur skráð sig hjá Maur. Þá getur hann metið hvort stóri eða litli pakkinn henti betur. Við mælum klárlega með stóra pakkanum fyrir þá sem vilja bæta mörgum verkefnum við sig en með stóra pakkanum fylgja meiri fríðindi, m.a. auglýsing á Facebook síðu Maur. Svo þegar einhvern vantar pípara ætti ekki að vera neitt mál fyrir þann aðila að fara á Maur.is og leita að pípara sem er laus og hentar í verkefnið. Þannig auðveldum við lífið fyrir bæði verktaka og verkkaupa.

Þegar verkefni er lokið mælum við með að bæði verktaki og verkkaupandi gefi hvor öðrum ummæli en það er sérstaklega mikilvægt fyrir síðu verktakans til að byggja upp sinn prófíl og orðspor sitt á Maur.

Vantar þig vinnumaur?

Fyrir þá sem vantar fólk í verkefni er hægt að finna vinnumaura á skrá hjá okkur. Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að, sendu okkur endilega póst á [email protected] og við aðstoðum þig við að finna réttan aðila í starfið!

Ef fólk eða fyrirtæki vilja auglýsa eftir aðilum í ákveðnar stöður er það gert undir “Mig vantar vinnumaur” og “Óska eftir vinnumaur”. Þar er hægt að velja áskriftarleið. Svo þarf að fylla út nauðsynlegar upplýsingar varðandi þig og verkefnið sem þú þarft aðstoð með. Það á einnig við þegar verið er að leita að fólki í stærri eða lengri verkefni.

Alltaf er hægt að hafa samband við okkur á [email protected] ef einhverjar spurningar vakna.  Við reynum að svara eins fljótt og auðið er.