Markmið Maur.is er að tengja saman verktaka og fyrirtæki við þá sem þurfa á þjónustu þeirra að halda. Vefsíðan á að auðvelda líf bæði þeirra sem leita að verkefnum og þeirra sem leita að starfskrafti.

Ótal tækifæri felast í því að taka að sér verkefni í gegnum Maur.is. Fyrst ber að nefna endurgjafakerfið (stjörnugjöfina) sem gerir það að verkum að með hverju verkefni sem þú tekur að þér ert þú að byggja upp þinn prófíl og í kjölfarið setja vissan gæðastimpil á þína þjónustu. Að auki sjáum við um að auglýsa fyrir þig ef þess er óskað en þá getur þú einbeitt þér alfarið að starfssemi þinni og tekið að þér fleiri verkefni í stað þess að eyða óþarfa tíma og vinnu í eitthvað sem við erum snillingar í.

Vilt þú bæta við þig verkefnum? Við erum spennt að fá þig í hópinn! Skráðu þig hér

Við erum ný á markaðnum og viljum stanslaust bæta okkur.. Ert þú með ábendingu fyrir okkur eða spurningar? Við viljum endilega heyra frá þér! Sendu okkur línu á maur@maur.is.