Skráðu þig og sendu skilaboð

Verkefnalýsing

Fyrsti tíminn er frír og án skuldbindinga! þannig færð þú tækifæri til að meta hvort þetta sé eitthvað sem hentar fyrir þig og hvort að ég sé rétta manneskjan til að fara í þetta ferðalag með þér.

Hver veit nema við getum saman gert það sem er gott – ölítið betra!

Ef þú vilt gera breytingar í þínu lífi þá þarft þú hugsanlega að breyta einhverju sem þú gerir daglega.

Því meiri ábyrgð sem þú tekur á eigin lífi því sterkari verður þú til að takast á við það sem lífið hefur upp á að bjóða. Stækka þægindaramman, takast á við krefjandi verkefni og sjá ný tækifæri.

Markþjálfun er samtalstækni sem miðar að því að hjálpa þér að ná auknum árangri og meiri skilvirkni í lífi þínu og starfi með öflugri samtalstækni sem leiðir þig áfram í að finna rétta svarið og hvaða kerfi virkar best fyrir þig.

Viðfangsefni í hverjum tíma geta verið fjölbreytt, allt eftir því hvað er þér efst í huga hverju sinni en þó alltaf með fókus á að komast nær heildarmyndinni sem lagt var af stað með í upphafi.

Markþjálfi er ekki ráðgjafi heldur er áhersla lögð á að þú finnir lausnina hjá þér á því viðfangsefni sem þú ert að vinna með. Markþjálfinn heldur hins vegar utan um ferlið með beinum tjáskiptum og kraftmiklum spurningum og beinir þér þannig að kjarna málsins og skapar rými fyrir nýjar hugmyndir og lausnir.

Ég hef öðlast mjög góða reynslu í markþjálfun eftir að hafa starfað sem fræðslustjóri og markþjálfi undanfarin 5 ár.

Ég er með MSc í mannauðsstjórnun, hef lokið grunnnámi í markþjálfun og stunda nú framhaldsnám í markþjálfun hjá Profectus.

Ef þú vilt vita meira, ekki hika við að senda mér skilaboð eða bjalla á mig og ég mun svara eftir bestu getu!

Education

Háskóli Íslands

2013-2015 MS í mannauðsstjórnun

Tækniháskóli Íslands

2003-2006 BSc í viðskiptafræði

Evolvía

2013 Markþjálfun

Profectus

2020 Framhaldsnám í markþjálfun