Skráðu þig og sendu skilaboð

Verkefnalýsing

Hæ og takk fyrir innlitið,

Helgi heiti ég og tek að mér að búa til vefsíður og smáforrit hvort sem það er heimasíða, bloggsíða eða vefverslun. Legg mikla áherslu á að vefsíður séu hraðar og aðgengilegar á öllum skjástærðum sem samsvarar sér í fleiri flettingum og meiri sölu

Hef starfað sem forritari fyrir bæði vefi og smáforrit innan hugbúnaðargeirans síðan 2016, hef komið að stórum og smáum verkefnum meðal annars þróað app sem var það vinsælasta á Íslandi um stutta stund og verið hluti af stórum hugbúnaðarverkefnum innan alþjóðlegra fyrirtækja. Hef að mestu einbeitt mér að forritun en hef einnig séð um viðsmótshönnun.

Hef töluverða reynslu af mismunandi vefumsjónarkerfum og get ráðlagt hvað hentar best í þitt verkefni en í augnablikinu React tengdri þróun sem kemur úr smiðju Facebook og norskt vefumsjónarkerfi sem heitir SanityCMS.

Tek einnig að mér sérhæfða Shopify og Wordpress þróun t.d. þegar þarf að breyta þemum í Wordpress eða bæta við virkni fyrir Shopify.

Ekki hika við að hafa samband ef þú ert með verkefni í huga eða frekar spurningar.

 

Education

Margmiðlunarskólinn

2014/2016 Vefsmíðar, Hönnun, Hreyfimyndagerð

Experience

Activity Stream

2019/2020 Vefforritari

Wuxi Nextcode

2018/2019 Vefforritari

Anitar

2016/2018 App forritari