Skráðu þig og sendu skilaboð

Verkefnalýsing

Ég heiti Stefán Atli.
Ég hef áhuga á tækni, vísindum, markaðsmálum, gervigreindum, snjallheimilum, ljósmyndatöku, myndbandsgerð og almannatengslum.

Ég hef reynslu af markaðsmálum, samfélagsmiðlum og hátt í 10 ára reynslu af myndbandaframleiðslu og ljósmyndatöku.
Árið 2017 stofnaði ég, ásamt tveimur samstarfsaðilum, framleiðslufyrirtækið KALT ehf. Fyrirtækið sérhæfði sig í framleiðslu á myndefni fyrir samfélagsmiðla fyrirtækja og framleiðslu á kynningarmyndböndum. Viðskiptavinir KALT voru fyrirtæki á borð við Toyota, Strætó bs, Nova, Kjörís, FoodCo og Krónan. Í starfi mínu hjá KALT öðlaðist ég góða þekkingu á öllum helstu samfélagsmiðlum, reynslu af stafrænni miðlun og markaðssetningu, frumkvæði og samskipta- og skipulagshæfni. Ég sá einnig um að byggja upp framleiðsludeild KALT og að kaupa inn nauðsynlegan búnað.
Hjá KALT sá ég einnig um hugmyndavinnu og framleiðslu fyrir markaðsherferðir á netinu.

Education

Háskóli Íslands

Útskrifast júní 2020 Bs Viðskiptafræði

Er með sérhæfingu á markaðssviði.