Skráðu þig og sendu skilaboð

Verkefnalýsing

Ráðgjafi og fjármálasérfræðingur með nærri 10 ára reynslu af fjármálamarkaði.

Starfað þvert á sviði bankakerfisins og beggja vegna borðsins, í fjárfestingum, sjóðastýringu, fjármögnun, ráðgöf og áhættustýringu, innan og utan banka. Setið í stjórnum fyrirtækja í íslensku atvinnulífi, meðal annars KEA hótelum og Ölgerðinni.

Veiti óháða fjármálaráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja. Víðtæk fjármála ráðgjöf sem felst meðal annars í ávöxtun, fjármögnun, arðsemisútreikningum, fjárhagslegri endurskipulagningu, lausafjárstýringu, kaup/sölu fyrirtækja og margt margt fleira. Aðstoða við stefnumótandi verkefni til framtíðar til að koma þér eða þínu fyrirtæki á þann stað sem ykkur dreymir um.

Education

Hult International Business School

2012/2013 MBA

• Afburðarlista nemanda (Dean’s List, top 10%), GPA 3.62
• Skiptinám til Sjanghæ, Kína (2013)
• NESTLÉ: Nýsköpunar- og vaxtaráðgjafi í Sjanghæ Kína
• AUTODESK: Samkeppnis- og stefnumótunarráðgjafi, San Fransiskó BNA

Háskóli Íslands

2006/2010 B.Sc. Iðnaðarverkfræði

• Skiptinám til NCSU, Norður Karólínu, BNA (2009)

Opni Háskólinn í Reykjavík

2015/2015 Löggildur Verðbréfamiðlari

Opni Háskólinn í Reykjavík

2019/2019 Árangur og árangur stjórnarmanna

Experience

Landsbréf

Feb 2017/ Okt 2019 Sérfræðingur í sérhæfðum fjárfestingu

Í teymi sem stýrir framtakssjóðunum Horni II og Horni III
• Verðmat á fjárfestingartækifærum, að lágmarki 500 M ISK
• Meta samruna, yfirtökur eða aðrar fjárfestingar fyrir núverandi eignir í
sjóðnum til að auka möguleika á stækkun
• Stefnumótunarvinna og verðmöt á núverandi eignum sjóðsins
• Verkefnastýring á gerð skýrslna, kynninga og upplýsingagjöf til fjárfestingaráðs, hluthafa og stjórnar

Orkuveita Reykjavíkur

Sept 2014/Jan 2017 Fjárstýring og fjárfestatengsl

• Yfirumsjón og framkvæmd viðskipta vegna lausafjárstýringar um 10 Ma ISK, sjóðstýringar, mat á fjárþörf, fjárfestingakostum og gjaldeyrisviðskipta
• Umsjón með fjármögnun, ráðgjöf um skuldabréfaútgáfu og víxlútgáfu
• Ábyrgð og umsjón á fjárfestatengslum, samskiptum og kynningum fyrir lánshæfismatsfyrirtæki (Moody‘s, Fitch Ratings og Reitun), innlenda- og erlenda banka. Í umsjón minni hækkaði Moody‘s lánshæfiseinkunn OR úr B1 upp í Ba2 (BCA úr B3 í Ba3 eða um þrjú þrep)
•Ritstjóri fjármálaskýrslu OR
•Verkefnastjóri í verkefnum tengdum lánshæfismatsfyrirtækjum og í allri vinnu tengdri fjármálaskýrslu OR

MP Banki

2010 / 2014 Sérfræðingur í áhættustýringu

(1 árs MBA nám 2012-2013)
• Sérfræðingur í eiginfjáráhættu og ALM (2013-2014)
• Sérfræðingur í lausafjár- og markaðsáhættu (2010-2012)
• Sérfræðingur í eignastýringu og sjóðastýringu (2010)
• Leiddi stafræna vegferð í líkönum áhættustýringar

Háskóli Íslands

2010/2012 Aðstoðar- og dæmatímakennari

• Rekstrarhagfræði, aðstoðar- og dæmatímakennari
• Vikuleg kennsla og yfirferð dæma og prófa með yfir 160 nemendur í grunnnámi verkfræðideildar

Pöbbarölt í Reykjavík

2009/2012 Stofnandi og CFO

Pöbbarölt í Reykjavík, er sprotafyrirtæki sem framleiddi, hannaði og markaðssetti borðsspil