Verkefnalýsing
Heil og sæl,
Ég heiti Soffía Sóley Helgadóttir og ég er að leita mér að hlutastarfi.
Ég hef unnið sem skíðakennari í Austurríki undanfarna tvo vetur fyrir fyrirtækið Ski-Check í Zillerthal, auk þess sem ég tók grunn-og framhaldsnámskeið í skíðakennslu og fjallamennsku síðastliðið haust og haustið þar áður á Kitzsteinhorn-jökli við Kaprun – Alpinkurs og Landes I og II (sjá ferilskrá).
Útivist hefur verið lífsstíll minn alla ævi og mikilvægur og viðvarandi hluti af uppeldi mínu. Ég hef gengið með fjölskyldunni á hálendinu frá því að ég man eftir mér og keppt á skíðum og flandrað um landið að vetrar- og sumarlagi frá unga aldri. Þá hef ég fjallahjólað og starfað sumrin löng við skógrækt hjá ömmu minni og afa undir Holtavörðuheiði þar sem þau eru með verkefni á vegum Vesturlandsskóga. Þannig hefur útivist ekki aðeins verið afþreying heldur hluti af sjálfsmynd og tilvist.
Ég hef gott vald á tungumálum og var á nýmálabraut í MR. Ég tala ensku reiprennandi og þýsku líka enda hef ég notað þýsku við kennslu undanfarin tvö ár í Austurríki. Einnig get ég bjargað mér á skandinavísku og er slarkfær á spænsku og hef lært grunnatriði í frönsku í menntaskóla.
Ég er dugleg, samviskusöm og orkumikill starfskraftur, ósérhlífin og sjálfstæð með frumkvæði. Ég hef verið við þjónustustörf á veitingahúsum og í ferðamannamóttöku ásamt því að vinna í miklu návígi við ferðamenn í skíðaleiðsögn og kennslu erlendis. Þannig hef ég öðlast mikla samskiptareynslu á skömmum tíma, er þjónustulunduð og lausnamiðuð. Ég starfa líka lítillega við kajakleiðsögn í Stykkishólmi í sumar.
Ég hef góða samskiptahæfileika, er sveigjanleg og tilbúin að takast á við mismunandi verkefni, hef reynslu og getu til að vinna í hópi, hef verulega gott auga fyrir smáatriðum, framúrskarandi þjónustulund og þjálfun í því frá fyrri störfum. Enskukunnáttan er uppá tíu. Þýskan er prýðileg, skandinavískan alveg sæmileg og svo bý ég yfir grunnþekkingu í spænsku. Þá reyni ég alltaf að temja mér jákvæða nálgun og það viðhorf að vandamál séu ekki til, aðeins verkefni að leysa.