Verkefnalýsing
Langar þig að spila spunaspil en hefur lítinn tíma til að undirbúa eða finnur engan til að stjórna sögunni? Þá er ég með þjónustu fyrir þig. Ég tek að mér að stjórna spunaspilum, ég á þegar tilbúna eina spennandi sögu sem snertir á mörgum þáttum fantasy spunaspila og ég get mætt með allt sem þarf til að spila.
Hver spilun tekur á bilinu 4-5 tíma og er fyrir 4-5 spilara og í því er innifalið frumsamin saga, stjórnandi með 15 ára reynslu, flott umhverfi og síbreytileg dýflissa til að skoða ásamt erfiðum spurningum um náttúru hins góðs og illa.
Þannig, ef þú vilt spila eina kvöldstund og borga virði um 2ja bíómiða (3000kr á mann) þá skaltu senda mér skilaboð eða hringja í 8496388 (helst senda sms)
Þar sem ég er ekki með aðstöðu eins og er þá get ég reddað þannig gegn smá auka gjaldi sem myndi skiptast jafnt á mig og spilarana, eða við spilum í heimahúsi og spilarinn sem heldur atburðinn fær fría spilun.
Öryrkjar fá 50% afslátt af verði.
Ef þú vilt spila í einhverju ákveðnu kerfi er ég tilbúinn að læra á það kerfi og stjórna síðan sögu í því spilakerfi.
Skoða einnig að taka að mér lengri sögur.
Hlakka til að spila með ykkur!
Sigurður spunameistari