Skráðu þig og sendu skilaboð

Verkefnalýsing

Útskrifuð leikkona úr Listaháskóla Íslands. Hef drífandi áhuga og metnað fyrir leiklistarkennslu, fræðslu og uppbyggilegri samskiptahæfni. Hef mikla reynslu af vinnu í sviðslistum og einnig í kvikmyndaiðnaðinum. Stunda hestamennsku og kem úr sveit. Er einnig áhugaljósmyndari og tek að mér verkefni.
Starfaði sem leiðsögumaður/guide í hestaferðum hjá Íshestum.
Starfa sem verkstýra og leikstjóri Strandir í verki; skapandi sumarstarf fyrir ungt fólk í Strandabyggð.
Leiklistarkennsla: -Fyrir nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands -Fyrir leikfélag Menntaskólans í Hamrahlíð -Leikfélag Hólmavíkur og Leikfélag Selfoss Leikstýrði fyrir ýmiss verkefni Leikfélag Hólmavíkur sumrin 2018-19. Stjórnandi Menningarhátíðar Strandamanna sumarið 2019

Education

Listaháskóli Íslands

2016-2019 Leiklist

BA gráða í leiklist, sviðslistabraut.

Experience

Leikfélag Hólmavíkur

2018-2019 Verkstýra og leikstjóri

Nýsköpunarverkefnið Strandir í verki er skapandi sumarstarf fyrir ungt fólk í Strandabyggð.