Verkefnalýsing
Ég hef verið starfandi sem prófarkalesari í um 27 ár, lengst í hlutastarfi, og hef lesið
margvíslegt efni. Ég hef starfað mestan þann tíma hjá Fróða sem síðar varð Birtíngur útgáfufélag, en sl. rúmt ár var ég í fullu starfi hjá Alþingi í afleysingastarfi. Þá hef ég tekið að
mér prófarkalestur á bókum, m.a. fræðibókum, skáldsögum og fagbókum, einnig á lokaritgerðum í háskólum, skýrslum fyrir heilbrigðisráðuneytið og fleiri aðila. Ég prófarkales einnig Tímarit íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Í starfi mínu hjá Birtíngi hef ég einnig starfað sem blaðamaður, skrifað fyrir Mannlíf þegar það var gefið út bæði í tímaritaformi og blaðaformi, aðallega um heilbrigðismál og menningu. Einnig hef ég skrifað mikið fyrir Vikuna, FKA, Tímarit ÖBÍ og haf umsjón með Geðhjálparblaðinu, ég skrifa fyrir Lifðu núna og Heimildina og skrifaði eitthvað svolítið fyrir Kjarnann. Ég tel mig hafa mjög gott vald á íslensku máli og hef mikla reynslu af notkun Word og Adobe en ég hef líka góða reynslu af því að setja upp greinar með myndum og birta.
Ég hef í starfi mínu unnið efni, forsíðuviðtöl og önnur viðtöl, greinar, fréttaskýringar o.fl. og fylgt því eftir í gegnum allt ferlið þar til það fer í prentun og ritstýrt.
Þá hef ég þýtt uppskriftabók úr íslensku yfir á ensku.
Loks starfaði ég lengi sem söngkennari. Ég kenndi tónlistarsögu og framsögn (diction) fyrir söngnemendur í Söngskóla Sigurðar Demetz og söng í Nýja tónlistarskólanum.
Ég hef sungið sem einsöngvari, tekið þátt í sýningum og verið meðlimur í Hljómkórnum sem er athafnaskór skipaður mörgum þekktum einsöngvurum.
Education
-
HÍ, BA-gráða í almennum málvísindum. Meistaragráða í tónlist frá New England Conservatory of Music. HÍ, meistaragráða í blaða- og fréttamennsku.
- BA-nám 1984-1987. MM New England Conservatory of Music. 1992-1995. Meistargráða í blaða- og fréttamennsku HÍ, 2015-2018. Hef prófarkalesið margvíslegt efni, skáldsögur, greinar, skýrslur, fagbækur o.fl. Hef einnig skrifað um margvíslegt efni í blöð.