Skráðu þig og sendu skilaboð

Verkefnalýsing

Ég er tækniþekkjandi markaðsmaður með mjög mikla reynslu af sölu og markaðsmálum.
Er með 15 ára reynslu í markaðsherferðum á neti, prenti, útvarpi og sjónvarpi.
Sköpunargleði í bland við nákvæmni, gott skipulag og verkefnastjórnun. Hef brennandi áhuga á öllu sem tengist sölu og markaðsmálum.
Hugmyndavinna í gerð sölu- og markaðsherferða mundi ég jafnframt segja að væru mínir styrkleikar.
Lítið mál er að koma með sýnishorn ef þess er óskað.
Ég vinn vel í teymi, er nokkuð fljótur að lesa í rekstarumhverfi og aðstæður hverju sinni.