Skráðu þig og sendu skilaboð

Verkefnalýsing

Ég byrjaði að læra höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð haustið 2001 og kláraði fyrstu 4 stigin, CST 1, CST 2, SER 1 og SER 2. Ég lærði hjá Upledger Institute á Íslandi. Í ágúst 2015 útskrifaðist ég sem reikimeistari (heilunin) og lærði hjá Páli Erlendsyni. Ég fékk svo skírteini upp á að vera orðin Advanced RTT Hypnotherapist síðast liðið vor frá Marisu Peer.

Dáleiðsla er góð leið til að takast á við kvíða, þunglyndi, svefnleysi, samviskubit, skömm, stress, lélegt sjálfstraust, höfnun og þess háttar. Með dáleiðslu er hægt að vinna beint með það vandamál sem viðskiptavinurinn er að eiga við. Bæði Reiki heilunin og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðin virka vel á líkamlega vanlíðan og verki, en geta einning haft mjög góð áhrif á andlegu hliðina.