Verkefnalýsing
Þungt er yfir kviðléttum mönnum- og það er því mikilvægt, ef tilefnið er stórt, að velja rétta veitingaþjónustu; að þjónustan sé góð, maturinn betri og framreiðslan sem allra faglegust. Það gleður okkur því að kynna NOMY, nýja veisluþjónustu, með höfuðstöðvar í glæsilegu eldhúsi að Hjallabrekku 2 í Kópavogi.
NOMY tekur ekki einungis að sér alls kyns veislur, fyrir alls kyns tilefni—hvort sem um ræðir fámenna kvöldverði eða fjölmennar árshátíðir—heldur sérsníðir NOMY einnig matseðla fyrir þá sem eftir því leita. Okkar fílósófía er sú að sérhvert sérstakt tilefni kallar á sérstakan seðil, og finnst okkur sérdeilis gaman að víkja út frá hefðbundinni hugsun, þegar matargerð er annars vegar.
NOMY útvegar þjóna, kokteilhristara og jafnvel tónlistarfólk, ef þess er þörf.
Bestu kveðjur,
NOMY
Education
-
Menntaskólinn í Kópavogi
- 2000-2019 Meistararéttindi í Matreiðslu