Verkefnalýsing
Ég heiti Marín Mist Magnúsdóttir og er 19 ára. Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun og langar að taka þann áhuga lengra.
Ég hef tekið myndir frá Sumargleðinni 2019, Sirkús Íslands, Lykke Li í Hörpunni og á uppistandsýningu Sóla Hólm sem dæmi má nefna en einnig margt annað eins og af dönsurum, bílum og öðrum íþróttum.
Ég er líka í skóla og vinnu og æfi síðan dans í JSB sem ég hef gert nú í 4 ár og er loks að finna út hvað ég myndi vilja gera í framtíðinni.