Verkefnalýsing
Margrét Erla Maack er vinsæll skemmtikraftur, veislustjóri og plötusnúður. Hún á fjölda skemmtiatriða uppi í erminni, hefur skotheld ráð til að koma dansgólfinu af stað, getur stjórnað pubquiz og karaoke og er vinsælasti gæsapartýsdanskennari landsins. Hún stjórnar heilum kabarett og getur sett saman prógramm sem hentar veislunni þinni. Til að skoða allt sem Margrét býður upp á er best að fara á heimasíðuna hennar, margretmaack.com, þar er einnig form til að hefja samtal um bókanir og hægt að sjá hvenær hún er bókuð fram í tímann.
Ég hef setið sem gestur í veislu þar sem Margrét Erla Maack var veislustjóri og get sagt að hún var fyndin, skemmtileg, hugmyndarík og ógeðslega hress. Mæli sterklega með henni. – Þorsteinn Guðmundsson, grínisti
Fyndnasta kona á jörðinni. – Einar Bárðarson
Margrét veislustýrði á þorrablóti Kjalnesinga. Hún var hverrar krónu virði ❤???? What a show!! Kjalarnesið svífur enn á bleiku skýi. Engin lægð feykir því burt! – Sunna Björg Birgisdóttir
Held ég hafi aldrei hlegið jafn mikið á árshátíð eins og þegar Margrét var veislustjóri! – Dóra Björg, Elko
Eftir að hafa farið til Margrétar Erlu sjálf um árið þegar ég var gæsuð og nú nýlega aftur í burlesque-tíma í annarri gæsun – þá er ég star-struck. Það er svo miklu meira en bara jákvæð líkamsímynd sem hún smitar mann af í kennslunni, heldur er líka unun að verða vitni af heilbrigðu sjálfstrausti, kynþokka og yfirvegun. Styrkurinn og fagmennskan nær langt fram yfir fingurgóma og hárlokka og það er ótrúlega mikið lagt í eina svona kennslustund, sem er aðlöguð að hverjum hópi. Frábær, frábær, frábær! – Guðrún Inga Torfadóttir, gæs og gæsandi
Ég fékk Margréti til að DJ-a á árshátíð Rauða krossins. Hún gerði meiraðsegja gott betur og tók fólk á dansgólfinu í smá Beyoncé-danskennslu. Hún þurfti þess ekkert. En gerði það samt. “Að slá í gegn” nægir engan veginn utan um þá lukku sem Margrét vakti þetta kvöld. Fólk í vinnunni talar enn um þessa frammistöðu eins og um goðsagnakennda hallarveislu í Versölum hafi verið að ræða. En, you know, that’s Margrét for ya. – Björn Teitsson