Skráðu þig og sendu skilaboð

Verkefnalýsing

Ég hef starfað við texta- og hugmyndavinnu í rúm 12 ár, bæði á auglýsingastofum og sjálfstætt starfandi, og hef á þeim tíma unnið verkefni fyrir Nóa Síríus, BYKO, Meniga, Útilíf, A4, ELKO, Flugger og Velferðarráðuneytið, til að nefna nokkra aðila. Ég hef unnið fjölbreytta texta- og hugmyndavinnu, þ.m.t. fyrir prentauglýsingar, bæklinga, vefauglýsingar og sjónvarpsauglýsingar, auk þess sem ég hef ritstýrt bókum. Ég hef einnig prófarkalesið texta á íslensku og ensku.

Ég hef einnig hannað alls kyns efni á síðustu 7 árum, m.a. prentauglýsingar, bæklinga, vefauglýsingar, skjáauglýsingar, efni fyrir samfélagsmiðla, merki og hönnunarstaðla, eftir að hafa lokið námskeiði í grafískri hönnun við NTV.