Verkefnalýsing
Ég útskrifaðist sem ökukennari frá Endurmenntun Háskóla Íslands í desember 2018 eftir 3 anna nám.
Ég hef starfað í lögreglu í yfir 20 ár. Ég er einn af AMF þjálfurum lögreglu sem sjá um að kenna lögreglumönnum akstur með forgangi (AMF) og fékk sérstaka þjálfun til þess á vegum Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglu og norska lögregluháskólans.
Ég hef komið að endurmenntun atvinnubílstjóra hjá Akstur.is.
Ég hef lengi haft brennandi áhuga á umferðaröryggismálum í víðum skilingi og hef fengið að koma að þeim málaflokki í minni vinnu. Mér finnst einnig gaman að sjá umferðina frá annari hlið með því að starfa við ökukennslu.