Skráðu þig og sendu skilaboð

Verkefnalýsing

Ég er jákvæð og skipulögð 45 ára fjölskyldukona, með menntun í markaðsfræði og kennslu.  Ég hef nýverið tekið námskeið fyrir bókara og markaðssetningu á samfélagsmiðlum í Opna Háskólanum í Reykjavík.  Núna starfa ég í hlutastarfi á skrifstofu og er að leita mér að skemmtilegum aukaverkefnum sem ég gæti sinnt samhliða.  Ég hef undanfarin ár unnið við m.a. þýðingar, umönnunarstörf, þjónustustörf, stjórnunarstörf og verkefnastjórnun.  Ég er opin fyrir skemmtilegum verkefnum, tímabundnum eða til lengri tíma.