Verkefnalýsing
Sæl verið þið!
Henrý heiti ég og er 22 ára hress strákur.
Ég er oftar en ekki til í aukaverkefni utan 8-16 vinnutíma, á meðan fyrirvarinn er í það minnsta sólarhringur.
Ég er ekki með stúdentspróf en hef þó ágætis reynslu í ýmsu. Þjónustustörf, flutningar, þrif, barnapössun og jafnvel gæludýrapössun/göngur er svona meðal þess sem ég gæti tekið að mér. Ég hef einnig brennandi áhuga á að prufa mig áfram í ljósmyndun!
Ég á sjálfur þriggja ára rólega og skemmtilega skottu sem er hjá mér alfarið, en ég get annað hvort komið henni fyrir hjá fjölskyldu eða hreinlega haft hana meðferðis ef það er í boði.