Skráðu þig og sendu skilaboð

Verkefnalýsing

Ég heiti Daníel Örn og hef starfað sem atvinnu skemmtikraftur/töframaður síðan árið 2008. Ég hef tekið að mér alla tegunda viðburða og hef skemmt fyrir stærstu fyrirtæki á Íslandi, við góðan orðstír. Þar á meðal hef ég skemmt í Globen Arena í Stokkhólmi árið 2014 fyrir framan þúsundir manna.

 

Mínar sterkustu hliðar eru spilatöfrabrögð, töfrabrögð í návígi (e. Closeup magic). Einnig er ég mjög góður upp á sviði fyrir upp að 100 manns. Ég nota mikið áhorfendur í atriðum mínum þar sem flest atriðin þurfa tvær manneskjur. Þess vegna er mín skemmtun tilvalin fyrir hóp af fólki sem þekkir hvort annað. Skemmtunin er stútfull af húmor óþægilegum uppákomum og frábærum töfrabrögðum sem eru á heimsmælikvarða því þar sem bestu og stærstu töframenn heims eru að nota þau líka.