Skráðu þig og sendu skilaboð

Verkefnalýsing

Halldór heiti ég og rek ég málningarþjónustuna Box málun! Ég ólst upp nánast í faginu frá unga aldri, sonur málarameistara vestan af fjörðum þar sem ég sleit barnsskónum, tók fyrst í pensil og hef varla sleppt honum síðan. Fyrsta verkið fékk ég 10 ára gamall og var það fánastöng fyrir kunningjakonu fjölskyldunnar. Síðan þá hefur verkum fjölgað og þau orðið bæði stærri og flóknari.

í dag tek ég að mér flest það sem við kemur faginu, bæði úti og inni, sandspörslun, lökkun eða bara almennri málun!

Bendi áhugasömum að skoða verk bæði á instagram og facebook undir “Box Málun”

 

kv. Halldór

Education

Tækniskólinn

2012/2014 Sveinspróf