Verkefnalýsing
Birta Rán heiti ég og er 27 ára tökukona og ljósmyndari staðsett í Reykjavík.
Ég hef verið að ljósmynda frá því að ég var 11 ára, ekki að fullri atvinnu síðan þá, en ég hef stundað ljósmyndun mjög lengi.
Kvikmyndatökuáhuginn kviknaði síðan fyrir um 4 árum og þá skráði ég mig í kvikmyndanám við Kvikmyndaskóla Íslands, var þar í 2 annir áður en ég fór að vinna á tækjaleigunni Kukl.
Núna er ég alfarið að freelanca, bæði að skjóta video og ljósmyndir.
Ég hef skotið talsvert af stuttmyndum, tónlistarmyndböndum og stuttum heimildarmyndum og oftar en ekki klippt það efni sjálf svo ég hef góða reynslu af klippi og eftirvinnslu.
Sömuleiðis hef ég alltaf eftirunnið myndirnar mínar svo ég hef góða þekkingu á eftirvinnslu á ljósmyndum.