Skráðu þig og sendu skilaboð

Verkefnalýsing

Söngkona, kórstjóri og tónskáld. Dæmi um sönghlutverk: Altsóló í níundu sinfóníu Beethovens, Vesper eftir Rakhmaninov og Mozart Requiem. Er félagi atvinnukórunum Schola cantorum og Barbörukórnum og hefur sungið með Kór íslensku Óperunnar. Stofnaði Sönghópinn Elfi árið 2014 ásamt starfssystrum.  Starfar við kórstjórn, söng og tónsmíðar á Íslandi. Er jafnvíg á ólíka söngstíla eins og klassík, jazz eða popp. Hefur töluverða reynslu af söng við kirkjuathafnir og ýmsa viðburði og er í samstarfi við marga færa hljóðfæraleikara.