Verkefnalýsing
Þýðingar – Þýði úr ensku á íslensku, eða úr íslensku á ensku.
Hef þýtt bækur, sjónvarpsþætti, ljóð, myndasögur, heimildamynd, bæklinga, lögregluskjöl, sjúkraskjöl, samninga, texta á heimasíðum samtaka, fréttatexta fyrir sendiráð og margt fleira.
Yfirlestur – Hef reynslu af yfirlestri jafnt fagurbókmennta, lokaritgerða, kynningartexta og tæknilegri texta.
Textagerð – Hef reynslu af því að semja texta fyrir alls kyns kynningarefni, mest í tengslum við kvikmyndahátíðir.
Blaðamennska – Hef unnið í áratugi við menningarblaðamennsku, en einnig komið að ýmsum öðrum fréttaskrifum. Ítarlegri útlistun á því má finna hér fyrir neðan.
Kynning
Ég tek að mér störf í textavinnu, hugmyndavinnu, blaðamennsku, kennslu, þýðingum og yfirlestri og gæti alveg hugsað mér að prófa sitthvað fleira í menningargeiranum.
Ég er blaðamaður, kennari, rithöfundur, þýðandi og textasmiður og hef búið ýmist á Íslandi, í Tékklandi eða á Englandi undanfarin misseri. Ég er fæddur á Akureyri og hef búið þar, í Reykjavík, á Laugarvatni og á Sauðárkróki. Sem og í Längenfeld í Austurríki, Southampton á Englandi og í Prag, Tábor og Zlín í Tékklandi. Fyrir utan endalaus ferðalög.
Menntun:
Ég hef lokið MA-námi í ritlist við Háskólann í Southampton og MA-námi í blaðamennsku við HÍ, BA-námi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og Karlsháskóla í Prag og kennsluréttindanámi við Háskóla Íslands.
Blaðamennska:
Ég hef áralanga reynslu í blaðamennsku, bæði á íslensku og ensku, bæði á ritstjórn og í lausamennsku.
Ég hef langmest skrifað um menningu og listir – en líka helling um alþjóðamál, pólitík og ferðalög.
Ég hef skrifað fyrir fjölda miðla, þar á meðal Heimildina, Stundina, Fréttatímann, RÚV, Morgunblaðið, Smuguna, Klapptré, Starafugl, Krítík, The Reykjavík Grapevine, Cineuropa, Stúdentablaðið, Muninn, Kistuna, Land og syni og Torfið.
Þessum þremur síðastnefndu ritstýrði ég líka.
Þýðingar:
Ég þýði úr ensku á íslensku – eða öfugt.
Ég er vanur að vinna með enskuna, hef dvalið langdvölum erlendis og kláraði mastersnám í ritlist við University of Southampton, auk þess sem ég hef kennt ensku við tvo mismunandi framhaldsskóla á Íslandi.
Kynningartextar:
Ég hef unnið við textaskrif og kynningarstörf við báðar stærstu kvikmyndahátíðir Reykjavíkur, Stockfish og RIFF.
Þar hef ég samið bæði stutta og langa kynningartexta um myndir og leikstjóra, grafið upp forvitnilega fróðleiksmola og stjórnað málþingum og Spurt-og-svarað sýningum.
Lokaritgerðir – prófarkalestur:
Ég hef prófarkalesið lokaverkefni, bæði á BA/BS og MA/MS stigi.
Hef einnig samræmt heimildaskrá við lokaverkefni.
Bækur:
Ég hef gefið út tvær ljóðabækur; Grimm ævintýri (2010) og Framtíðina (2015) og sú þriðja er að mestu tilbúin.
Framtíðin er einnig fáanleg á ensku.
Ég ritstýrði einnig bók Bjarka Valtýssonar, Íslensk menningarpólitík (2011).
Önnur starfsreynsla:
Ég hef unnið sem bóksali og kennt ensku við tvo framhaldsskóla. Fyrir utan gullaldarárin sem prikastrákur við Umhverfisdeild Akureyrar og þjónustustörf í Vínbúðinni á Akureyri og skíðaveitingastaðnum Giggijoch í Týrólsku Ölpunum.
Hafa samband:
Það er langeinfaldast að senda mér ímeil.
Netfangið er: asgeirhi (hjá) gmail.com
Sími: 690-1827
Education
-
University of Southampton
-
Lokið 20.09.2015
Mastersnám í ritlist
Miðárið var skiptinám við Karlsháskóla í Tékklandi
-
Háskóli Íslands
- Lokið 30.06.2019 Mastersnám í blaðamennsku
-
Háskóli Íslands
- Lokið febrúar 2003 BA í almennri bókmenntafræði
-
Háskóli Íslands
-
Lokið júní 2007
Diplóma í kennslufræðum
Kennsluréttindanám
-
Menntaskólinn á Akureyri
- Lokið 17. júní 1997 Stúdentspróf frá Félagsfræðibraut
Experience
-
Menningarsmygl
- Frá 2018 Ritstjóri
-
Lausamennska
- Frá 2015, áður á milli 2007-10 Blaðamaður og þýðandi
-
Ljóðamála á almannafæri
- Umsjónarmaður og kynnir Myndbandaljóðahátíð á sjónvarpsstöðinni N4
-
Jarðböðin við Mývatn
- Sumar 2017 Næturvörður
-
Menntaskólinn að Laugarvatni
- 2013 Enskukennari
-
Bóksala stúdenta
-
2001-12
Afgreiðslustörf, kynningar og pantanir
Ýmist fullt starf eða hlutastarf
-
Kistan, menningarvefsíða
- 2009-10 Ritstjóri
-
Land og synir, vefsíða kvikmyndabransans
- 2009-10 Ritstjóri
-
Morgunblaðið
- 2007-9 Menningarblaðamaður
-
RIFF, Reykjavík International Film Festival
- 2008 Kynningarstjóri
-
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
- 2003-4 Ensku- og íslenskukennari