Verkefnalýsing
Ath. Ég er líka til í að skoða vinnu- eða vöruskipti! ????
Bakstur/Veisluþjónusta
Ég rek veisluþjónustuna Namm!, sem sérhæfir sig í vegan bakstri og eftirréttum. Markmið mitt er að bjóða upp á svipaða eftirrétti og kökur og aðrar þjónustur, nema að allt er vegan – vegan þarf nefninlega ekki endilega að þýða sykurlaust eða hollt!
Sendu mér línu og ég get sent þér verðskrá eða tilboð sem passar þér og þínum þörfum ????
Skoðaðu það sem ég hef gert á facebook eða instagram ????
Ljósmyndun
Ég er með BA gráðu í ljósmyndun frá Kingston University, London. Eins og er er ég ekki með stúdíó, en ég er með ljósabúnað sem er hægt að flytja á milli staða og ef þörf er til get ég leigt stúdíó. Hægt er að bóka portrett fyrir einstaklinga, hópmyndir, myndir af gæludýrum og margt fleira – ég hef líka mjög gaman að listrænni og tískuljósmyndun og hef mikla reynslu af þeim.
Endilega hafðu samband með stuttri lýsingu á verkefninu, og ég get gefið þér tilboð ????
Skoðaðu fyrri verkefni á facebook, instagram eða behance ????
Norn
Ég býð upp á tarot eða rúnalestur, draumaráðningar og lestur í stjörnukort gegn vægri þóknun. Ég get komið til þín, eða við getum talað saman í gegnum netið eða síma. Margra ára reynsla og fullum trúnaði heitið ????
Education
-
Kingston University
- 2007-2011 BA(Hons) Fine Art Photography
Experience
-
Kaffi Vínyl
- 2017-18 Yfirbakari
-
Namm!
- 2019- Stjórnandi, yfirbakari