Skráðu þig og sendu skilaboð

Verkefnalýsing

Viltu vita hvernig hægt er að ná fram sveigjanleika og hagræði á sama tíma?   Viltu fá einhvern í lið með þér til að spegla hugmyndirnar þínar áður en þú leggur af stað í breytingar?

Finnst þér það ekki töfrum líkast að vera í tengslum við fólk sem sér hvað í þér býr og veitir þér öryggi til að skapa og þróa hugmyndir þannig að þær verði að veruleika. Ég hef ástríðu fyrir því að efla fólk með því koma auga á ný sjónarhorn og tækifæri. Það veitir innblástur til að þróa nýjar leiðir, gefur afl og virkjar sköpunarmátt þegar við náum að vera í essinu okkar.

En það er líka kraftmikið þegar við horfum á veikleika okkar og lærdóm. Þegar við getum hvoru tveggja, verið í styrkleikum okkar og verið berskjölduð í erfiðum aðstæðum, þá erum við öflug og náum betri tengslum við aðra. Þannig hvetjum við aðra til gera slíkt hið sama. Það er vegferð sem aldrei tekur enda, við erum öll á leiðinni. Vonandi langar þig líka með.

Ég er ráðgjafi og leiðtogaþjálfari  með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í breytingastjórnun, staumlínustjórnun og þjónustustýringu svo að eitthvað sé nefnt. Ég hef reynslu af styttingu vinnuviku sem mannauðsstjóri og  aðstoða vinnustaði að því marki að stytta vinnuvikuna á sama tíma og sveigjanleiki er aukinn.

Mér finnst skipta mestu máli að veita fólki innblástur og hvatningu til að skapa nýja möguleika til framþróunar og hvetja aðra til þess sama. Ég tel að mótum við nærandi samfélag sem eflir fólk til betri lífsgæða.

Mér finnst mikilvægara að finna leiðir sem gefa árangur frekar en að fara troðnar slóðir.

Menntun:
MBA, Háskólinn í Reykjavík,
Markþjálfun, Háskólinn í Reykjavík
BA próf í heimspeki – Háskóli Íslands
Einkaþjálfari og pilates kennari

p.s. ADHD er leynivopn, kíktu á síðuna mína