Skráðu þig og sendu skilaboð

Verkefnalýsing

Guðbjörg Lára Másdóttir heiti ég og er stjórnmálafræðingur að mennt. Ég starfaði sem verkefnastjóri verkefnisins Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg frá 2018 – 2020. Á þeim árum sá ég einnig um ungmennaráð Grafarvogs og starfaði sem aðstoðarkona hjá fatlaðri konu í gegnum NPA miðstöðina. Frekari upplýsingar má sjá á ferilskránni minni hér og með því að finna mig á hér á LinkedIn. Einnig er hægt að hafa samband við mig á Facebook hér.

Ég byrja í masters námi í Costa Rica í ágúst 2020 og mun þar læra á braut sem heitir umhverfi, þróun og friður og sérhæfa mig í sjálfbærum matvælakerfum.

Ég fór sem skiptinemi til Costa Rica í menntaskóla árið 2012 og eignaðist þar góða vini og fjölskyldu. Tala því spænsku og þekki vel til, sért þú að hugleiða frí til Costa Rica get ég að sjálfsögðu aðstoðað við skipulagningu og séð um leiðsögn.

Ég get vel tekið að mér prófarkalestur og aðstoðað við þýðingar frá íslensku yfir á spænsku eða öfugt. Ég tók spænsku sem aukagrein meðfram náminu mínu í stjórnmálafræði. Ég tek einnig að mér uppsetningu á kynningum o.fl og notast þar aðallega við forritið Canva en er sveigjanleg ef óskað er eftir notkun á öðru forriti. Ég aðstoða einnig við skipulagningu, sama hvort það varði vinnu, einka-og fjölskyldulíf eða frí. Ef þú ert með einhvað annað í huga ekki hika við að bjalla á mig og athuga hvort ég geti aðstoðað.

 

Hlakka til að heyra frá þér,

Guðbjörg Lára Másdóttir