Almennt

  • Gildissvið
  1. Skilmálar þessir gilda um þjónustu vefsíðunnar Maur.is. Með því skrá sig sem notanda í þjónustu Maur lýsir notandi því yfir að hann hafi lesið vandlega, skilið og samþykkt skilmálana í heild sinni ásamt breytingum sem kunna að verða á þeim í framtíðinni, en samþykki skilmálanna er skilyrði fyrir notkun þjónustunnar.
  2. Notandi þjónustunnar verður að hafa náð 18 ára aldri.
  3. Maur ber ekki ábyrgð á að einstaklingar sem skrá sig í þjónustu á vefsíðunni séu lögráða, fjárráða eða sjálfráða, eða búi yfir þroska, reynslu og skilningi á því sem felst í að geta notað síðuna og þjónustu hennar.
  • Skilgreiningar
  1. Maur: Maur kerfið, vefsíðan og eftir atvikum Maur sem eigandi kerfisins.
  2. Notandi: Einstaklingur, fyrirtæki eða verktaki sem notfærir sér þjónustu Maur, með því að auglýsa þjónustu sína eða versla sér þjónustu.
  3. Þjónustan: Auglýsing notanda um að hann geti tekið að sér vinnu, eða að auglýst sé eftir aðila í vinnu.
  4. Prófíll: Upplýsingar um notanda sem hann setur fram sjálfur.
  • Notkun, notendur og auglýsingar
  1. Notkun á þjónustunni takmarkast við það sem teljast eðlilegar og lögmætar athafnir.
  2. Notandi er persónulega ábyrgur fyrir öllu því efni sem hann birtir á vefsíðunni Maur og þeim skilaboðum sem hann sendir. Notandi ber að sýna öðrum virðingu og tillitssemi í öllum samskiptum við notkun þjónustunnar.
  3. Notandi heitir því að deila ekki neinu efni eða selja varning sem er ólöglegt eða óviðeigandi á vefsíðunni, ásamt því að veita réttar upplýsingar og uppfæra þær eftir því sem þörf krefur.
  4. Notanda ber að koma fram undir sínu eigin nafni við skráningu þjónustunnar. Fölsun á nafni eða öðrum persónuupplýsingum við skráningu þjónustunnar, verður tafarlaust tilkynnt til lögreglu og mun Maur aðstoða lögreglu eftir bestu getu við slík mál.
  5. Ef Maur fær ábendingar um sviksamleg athæfi eða að ólöglegur varningur eða þjónusta sé boðin til sölu á vefsíðunni verður það tilkynnt til lögreglu án tafar.
  6. Myndbirtingar eru valkvæðar en séu myndir birtar á vefsíðunni þurfa þær að vera andlitsmyndir eða myndir sem gefa til kynna starfsemi notanda. Séu myndir óviðeigandi eða ósæmilegar á nokkurn hátt áskilur Maur sér rétt til að hafna myndum og fjarlægja þær af vefsíðu sinni. Ítrekuð brot gegn þessu geta varðað við banni við notkun þjónustu hjá Maur.
  7. Maur áskilur sér rétt til að birta auglýsingar (gögn, myndir og texta) af þjónustu sem notandinn er að bjóða upp á, að hluta til eða öllu leyti, hvort sem það er á vefsíðunni Maur.is eða öðrum samfélagsmiðlum. Ef notandi hefur ekki áhuga á slíkri birtingu, verður viðkomandi að senda tilkynningu um slíkt á netfangið maur@maur.is.
  8. Maur fer með upplýsingar um notendur í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
  • Ábyrgðartakmarkanir
  1. Notandi Maur hefur lesið skilmála þessa, gerir sér grein fyrir og samþykkir eftirfarandi ábyrgðartakmarkanir:
  2. Aðilar sem kaupa eða selja þjónustu í gegnum Maur eru persónulega ábyrgir fyrir því að sjá til þess að greiða fyrir þjónustu og innheimta greiðslur fyrir þjónustu. Í ljósi þess, er nauðsynlegt að láta tafarlaust vita með tilkynningu á netfangið maur@maur.is ef aðgangsupplýsingar hafa komist í hendur rangra aðila, svo hægt sé að koma í veg fyrir misnotkun á þjónustu.
  3. Maur ber ekki ábyrgð á gæði þeirrar þjónustu sem auglýst er af notendum. Maur hvetur þó til þess að látið sé vita ef þjónusta hefur verið ófullnægjandi eða ef það er eitthvað sem bendir til ólögmætra starfa.
  4. Notandi er að öllu leyti ábyrgur fyrir öllu því efni sem hann ákveður að setja inná vefsíðuna Maur. Maur ber þannig ekki ábyrgð á efni auglýsinga frá fyrirtækjum, verktökum eða einstaklingum eða lögmæti þeirra. Notandi gerir sér grein fyrir því að Maur skoðar ekki það efni sem sett er inn á vefsíðuna fyrirfram, ábyrgðin á efninu er því alfarið í höndum notandans.
  5. Maur ber ekki ábyrgð á hvar, hvenær eða hvernig störf eru unnin af verktökum og fyrirtækjum. Verktakar og fyrirtæki vinna sjálfstætt og skiptir Maur sér ekki af störfum þeirra nema ítrekaðar ábendingar komi upp, eða ólögmæt starfsemi sé uppi sem tilkynnt verði þá til viðeigandi yfirvalda.
  6. Aðilar sem taka að sér verkefni og störf í gegnum vefsíðuna Maur sjá sjálfir til þess að skila inn tekjuskatti og skila viðeigandi gögnum til skattyfirvalda. Hægt er að skoða nánari upplýsingar á heimasíðu ríkisskattstjóra varðandi slíkt.
  7. Notendur nýta sér þjónustu á vefsíðu Maur á eigin ábyrgð. Maur ber ekki ábyrgð á fjárhagslegu eða ófjárhagslegu tjóni af neinu tagi sem notandi eða aðrir kunna að verða fyrir vegna viðskipta eða samskipta í gegnum þjónustuna.
  8. Maur tekur ekki ábyrgð á því að vefsíðan eða vefir sem vísað er til á síðunni séu lausir við tölvuvírusa eða annað sem getur verið skaðlegt tölvum eða hugbúnaði.
  9. Ef upp kemur lögreglumál í tengslum við notenda á vefsíðunni, áskilur Maur sér fullan rétt til þess að afhenda lögreglu öll þau gögn sem óskað er eftir.
  • Ummæli
  1. Ummæli vegna þjónustu í gegnum vefsíðuna Maur skulu skrifuð af persónulegri reynslu og eigin upplifun af viðskiptum. Komi síðar í ljós að ummæli séu ekki byggð á persónulegri reynslu umsagnaraðila er umsögnin fjarlægð í heild sinni eða að hluta. Maur áskilur sér rétt til að kanna réttmæti ummæla með því m.a. með því að hafa samband við ummælendur. Ummælin geta verið notuð í auglýsingum fyrir vefsíðuna Maur.
  2. Sé verki skilað illa unnu og viðskiptavinur er óánægður, skal viðskiptavinur taka myndir til sönnunar ef kvartað er undan óréttlátum ummælum, svo hægt sé að sanna ástæðu ummælana.
  • Áskriftargjald
  1. Mánaðargjald fyrir lítinn pakka er 1.490kr og 2.990kr fyrir stærri pakkann (Velja pakka). Engin aukagjöld fara í gegnum Maur og sjá verkkaupi og verktaki alfarið um að semja hvar og hvernig greiðslur fara fram fyrir eða eftir verklok.
  2. Áskriftargjald er innheimt mánaðarlega þar til áskrift er sagt upp af notenda. Uppsögn fer fram undir „Ég er vinnumaur“ -> „stillingar“ -> „mínar áskriftir“ og þar getur þú valið að afskrá þig eða í gegnum netfangið maur@maur.is og þarf að segja upp áskrift að minnsta kosti 3 dögum áður en hún á að endurnýjast.
  3. Hafi reikningur ekki verið greiddur innan 14 daga frá eindaga fær aðili áminningu en líða 30 dagar frá eindaga fer reikningur í innheimtu og lokað verður fyrir aðgang. Ef notandi vill sækja um frest til þess að greiða er hægt að hafa samband á maur@maur.is og við skoðum málið.
  4. Hafi notandi athugasemdir við reikninga ber honum að láta Maur vita af því innan við 30 daga, annars er litið á reikningana samþykkta.
  5. Áskriftargreiðslur fást ekki endurgreiddar ef Maur hefur lokað á aðgang notanda vegna brot hans gegn skilmálum vefsíðunnar.
  6. Ef þú telur þig eiga rétt á endurgreiðslu getur þú haft samband á maur@maur.is.
  7. Áskriftin þín getur byrjað með 30 daga fríu prufutímabili er henni ætlað að gera notendum kleift að prófa þjónustuna. Þegar þú skráir þig í frítt prufutímabil viðurkennir þú og staðfestir að þú munir sjálfkrafa færast yfir í mánaðarlega áskrift að loknum reynslutímanum nema þú segir upp áskriftinni að þjónustunni fyrir síðasta dag reynsluáskriftarinnar, en í því tilfelli munt þú ekki verða krafinn um greiðslu og áskriftinni verður lokað.
  • Brot á skilmálum
  1. Ef Maur verður uppvís af broti notanda á skilmálum þessum eða misnotkun á þjónustu vefsíðunnar á einhvern hátt þá áskilur Maur sér rétt til þess að loka tafarlaust fyrir aðgang notanda án fyrirvara og meina honum aðgang að þjónustu vefsíðunnar framvegis. Það sama á við um ólögmæta eða ósæmilega hegðum notenda er að ræða, kvartanir annarra notenda eða ef orðalag auglýsinga notanda þykir óviðeigandi eða gefur í skyn kaup eða sölu á ólöglegri þjónustu. Einnig áskilur Maur sér rétt til að eyða út öllu því efni sem notandi kann að hafa sett inná vefsíðu fyrirtækisins.
  2. Aðilar geta bent á óviðeigandi auglýsingar með því að ýta á hnappinn á vefsíðunni „tilkynna notanda“ sem er staðsettur
  3. Maur áskilur sér þann rétt fái Maur ábendingar um ólöglegan varning eða þjónustu að tilkynna slíkt brot án tafar til viðeigandi yfirvalda.
  4. Vilji notandi koma á framfæri athugasemdum varðandi skilmála vefsíðunnar skal senda þær á netfangið maur@maur.is.
  • Breytingar á skilmálum
  1. Maur áskilur sér rétt til breytinga á skilmálum einhliða og án fyrirvara. Slíka breytingar verða þá tilkynntar til notanda með tölvupósti með minnst 7 daga.
  2. Með samþykki sínu á skilmálum vefsíðunnar veitir notandi samþykki sitt til framangreindra aðferða við breytinga á skilmálum og upplýsingagjöf til hans.
  • Ágreiningur
  1. Ágreiningur um notkun á vefsíðunni Maur og á skilmálum þessum lýtur íslenskum lögum og lögsögu íslenskra dómstóla.
  • Lög um varnarþing
  1. Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Maur á grundvelli þessara skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. Lögheimili Maur.is og varnarþing er í Kópavogi.
  • Gildisstími
  1. Skilmálar þessi gilda frá og með 6. júní 2019 og þar til nýir skilmálar taka gildi.

Meðferð persónuupplýsinga

Maur ehf, kt. 611207-3790, Tröllakór 2-4, 203 Kópavogi er ábyrgðaraðili fyrir þeirri vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram á Maur.is.

Stefna persónuverndar Maur gildir um allar þær persónugreinanlegu upplýsingar sem fyrirtækið kann að safna gegnum vef okkar www.maur.is eða með öðrum rafrænum samskiptum. Stefnan hlítir lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Maur safnar ekki ónauðsynlegum upplýsingum um viðskiptavini sína. Gildir það um heimsóknir á vef okkar www.maur.is og önnur rafræn samskipti.

Vafrakökur (e. cookies)
Vafrakökur eru textaskrár sem vafrar (t.d. Google Chrome, Mozilla Firefox o.fl.) vista á tölvum notenda að beiðni vefþjóna. Þegar þú heimsækir vefsíðu sem þú hefur farið á áður biður vefþjónninn vafrann um kökuna sem send er til hans. Vefþjónninn getur þá notað þessar upplýsingar frá vafranum til hvaða vinnslu sem er, t.d. getur kaka geymt notandanafn þitt og lykilorð og stillingar vefsíðu gætu einnig breyst eftir að kaka frá tölvunni þinni hefur verið lesin.

Vafrakökur hafa ákveðið gildistímabil og vafrinn eyðir kökunni þegar sá tími er runnið út. Hver kaka er bundin við þann vefþjón sem sendi kökuna og aðeins sá vefþjónn fær að sjá upplýsingarnar sem kakan geymir.

Vafrakökur okkar innihalda ekki persónuupplýsingar og aðrar vefsíður geta ekki lesið neitt sem er í vafrakökum frá okkur. Netþjónar Maur geta einnig aðeins lesið vafrakökur okkar en ekki frá öðrum vefsíðum.

Með því að samþykkja skilmála um notkun á kökum er okkur m.a. veitt heimild til þess að safna og greina upplýsingar eins og t.d.:

  • Fjöldi gesta og fjöldi innlita frá gestum
  • Lengd innlita gesta
  • Bókanir á þjónustu í gegnum vef okkar
  • Hvaða síður innan vefsins eru skoðaðar og hversu oft
  • Hvaða stýrikerfi og vafrar eru notuð til að skoða vefinn
  • Mismunandi aðgerðið viðskiptavina okkar á heimasíðu okkar
  • Hvaða leitarorð af leitarvélum vísa á vefinn
  • Hvaða vefsvæði vísaði notanda á vefinn
  • Hvenær dagsins vefurinn er skoðaður

Viljir þú ekki nota vafrakökur getur þú breytt stillingum í vafranum þannig að hann noti þær ekki.

Google Analytics
Maur.is notar Google Analytics til að mæla umferð á vefnum. Skráð eru atriði eins og

  • IP tala viðkomandi vélar
  • Frá hvaða vef var komið
  • Gerð vafra og stýrikerfis
  • Tími og dagsetning
  • Leitarorð sem notuð voru til að fara á vefinn okkar eru einnig skráð

Engar persónu upplýsingar eru skráðar þegar þú heimsækir vefinn og er tölfræðin aðeins notuð til að við getum bætt vefinn enn frekar, t.d. með því að skoða hvaða efni er vinsælt á vefnum hverju sinni.

SSL
Vefurinn notast við SSL leyfi sem er alþjóðlegur stimpill á að vefurinn sé að notast við HTTPS:
HTTPS eða Hypertext Transfer Protocol Secure er samskiptareglur milli notenda og heimasíðu sem verndar heiðarleika og trúnað allra þeirra upplýsinga sem flæða á milli tölvu notendans og síðunnar, með því að dulkóða öll samskipti notanda við vefsíðuna.
HTTPS öryggið er þrískipt.

  1. Dulkóðun: Dulkóðar öll gögn sem fara á milli tölvu notandans og vefþjóns vefsíðunnar til að vernda þau gegn þeim sem reyna að ,,hlusta’’ á gögnin. Á meðan notandi vafrar um heimasíðuna sér dulkóðunin um það að enginn geti ,,hlustað’’ á það sem notandinn gerir á síðunni og stolið upplýsingum.
  2. Heiðarleiki gagna: Á ferð sinni milli tölvu og vefþjóns helst heiðarleiki gagna, það er ekki hægt að breyta og sýkja gögnin á ferðalaginu án þess að það uppgötvist.
  3. Auðkenning: Gengur úr skugga um það að notandinn sé í samskiptum við áætlað vefsvæði. Auðkenningin verndar notandann gegn ,,manninum í miðjunni árásum´´(e. Man in the middle).

Hvernig safnar Maur upplýsingum um þig?
Þegar þú nýtir þér áskriftarkerfi Maur.is gefur þú upp tilteknar upplýsingar um þig og upplýsingar um heimsókn þína verða einnig til.

Upplýsingar sem þú gefur upp eru t.d. nafn, kennitala, netfang, sími, greiðsluupplýsingar og greiðslukortaupplýsingar.
Dæmi um upplýsingar sem verða til við heimsókn þína eru persónupplýsingar á borð við nafn, kennitala, netfang og símanúmer. Landfræðilegar upplýsingar (hvar þú ert stödd/staddur), tungumálastillingar, vafrastillingar og IP tala.
Allar greiðslur í vefverslun fara fram í gegnum Borgun, öruggri greiðslusíðu.

Réttur þinn
Þú átt rétt á að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem við kunnum að hafa um þig. Þú getur líka í sumum tilvikum átt rétt á að upplýsingar verði leiðréttar eða þeim eytt.

Þú hefur eftirfarandi réttindi í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga þinna:

  1. a) réttinn til aðgangs að persónuupplýsingum;
  2. b) réttinn til lagfæringar;
  3. c) réttinn til að eyða gögnum („réttinn til að gleymast“);
  4. d) réttinn til að takmarka vinnslu;
  5. e) réttinn til að andmæla vinnslu („andmælaréttur“); og
  6. f) réttinn til að leggja fram kvörtun um vinnslu persónuupplýsinga.

Þú getur nýtt þér öll réttindi þín með því að skrifa okkur á maur@maur.is. Þú getur lagt fram kvörtun til Persónuverndar (www.personuvernd.is).

Þessi persónuverndarstefna gildir frá og með 6. júní 2019.